Wednesday, September 14, 2011

Cross Country

Á mánudeiginum byrjaði ég á Cross Country æfingu sem er bara að hlaupa endalaust upp hæðir og eitthvað. Ég ætlaði ekki að byrja í neinni íþrótt fyrst ég væri í leikfimi sen svo ákvað ég að prófa Cross Country því það voru allir alltaf að seigja að maður ætti endilega að fara í eitthverjar íþróttir því þá er svo létt að eignast vini. Ómægat ég held ég sé strax farin að sjá eftir því eftir 2 æfingar, þetta er svo erfitt svo eru allir búnnir að vera í þessari íþrótt í alveg 2 ár eða eitthvað og eru á æfingum allt árið þannig ég er alveg ein að deyja þarna eftir einn hring. Svo hel ég að ég sé að rústa á mér bakinu allavega varð mér verulega íllt í bakinu eftir æfingu á mánudeignum og svo var ég að deyja í gær gat valla labbað, get það valla en þá og það er æfing á morgun. Þannig ef ég verð slæm á morgun eftir leikfimi er ég að spá í að sleppa æfingu :S
Annars fyrir utan það gengur allt bara ágætlega, ég er að hugsa um að láta færa mig úr Government því að það er mjö erfitt að skilja hvað kennarinn er að tala um stundum og það er líka bara mjög erfitt fag yfir höfuð, svo ég ætla skipta um fag ef AFS eða skólinn krefst ekki að ég taki þetta fag. Svo hefði ég haldið að "Photo 1" yrði ekki erfitt fag en váá kennarinn talar svo hratt og er svo hæper að ég næ bara öðruhverju orði sem hún segir og þegar við eigum að gera eitthver verkefni veit ég ekkert hvað ég á að gera!
Ég hef nú ekkert meira að segja í bili þannig ég er farin að gera heima próf í Sociology og svo sofa :D

No comments:

Post a Comment