Wednesday, September 28, 2011

Síðan skólinn byrjaði er búið að vera brjála að gera hjá mér, æfing alla daga þannig ég er ekki komin heim fyrr en klukkan 6 á hverjum degi og svo er alltaf geðveikt mikið að læra, þannig ég hef nú ekki getað skrifað mikið upp á síðkastið :/ Allavega það gegur bara ágætlega í skólanum, skil nú samt ekki mikið í government og svo er photo 1 að gera mig geðveika. Útaf því ég kann ekki að skrifa greinar og eitthvað þannig og við erum aðalega að gera það, þannig það má seigja að ég sé ekki í góðum málum.
Við ætluðum að fara til New York í dag, upp í fjólinn een í gærkvöldi fékk Susan um að kærasti mömmu hennar fékk hjartaáfall og væri aftur komin með krabbamein og ekkert virkaði á hann, þannig að það var ákveðið að taka hann úr sambandi. Þannig að Susan hætti við að fara til New York í 60 afmæli pabba síns og keyrði til Florida í morgun. Hún ætlar víst að vera þar í nokkrar vikur hjá mömmu sínni þanni að Apríl trúnaðarmaðurinn minn ætlar að koma og sækja mig eitthverntíman bráðum og ég verð hjá henni út vikuna þangað til að þau finna fjölskyldu til að hafa mig í nokkrar vikur. Svo er það bara spurning hvort ég mun vera áfram hjá Susan og Mick þegar Susan kemur til baka eða það verður fundið fyrir mig  aðra fjölskyldu ! En allavega Apríl er komin þannig ég er farin bæjó :D

No comments:

Post a Comment