Saturday, November 26, 2011

SKIPTA UM FJÖLSKYLDU AFTUR !!!!

Okey ég hef margt nýtt að seigja í kvöld!
Fyrir viku síðan, eða ekki einu sinni það þá kom Susan (konan sem ég var hjá fyrst) í heimsókn því hún er núna trúnaðar maðurinn minn og Ilariu (Ítalska systir mín) Þá höfðu Jose og April alls ekki verið ánægð með hvernig ég og Ilaria höfum hagað okkur upp á síðkastið. Þannig í stuttu máli þá kom hún í heimsókn og talaði við okkur í sitthvoru lagi um hvað þau voru ekki sátt með og við áttum að seigja hvað okkur fannst um það, svo talaði hún við okkur saman og svo þegar Jose og April komu heim frá kirkju töluðum við öll saman.
Og þetta var meira og minna þau að rakka yfir okkur hvað við höfum verið að gera rangt og við að reina að biðjast afsökunar svara fyrir okkur. Og það var ekki hrósað okkur fyrir neitt sem við höfum verið að gera rétt, nefndu ekki einn hlut þannig já þau voru bara að rakka yfir okkur.

Ýmindið ykkur manneskju sem hafði ákveðna hugmynd og væntingar til skiptinema og sá skiptinemi jaa stóðst ekki alveg þessar háu væntingar, og persónan verður reið,pirruð og allt það og það bara biggist og biggist upp meira og meira þangað til á endanum hún springur og lætur allt flakka. Allt það sem hefur farið í taugarnar á henni og hún ekki líkað við síðustu mánuði allt í einu!
Þannig var þetta samtal þennan morgun !

Það er mjög margt sem mér finnst mjög ruglandi þau seiga að við gerum of mikið af einhverju en samt of lítið af því, sem ég skil ekki alveg. Svo við vitum ekki alveg hvort við eigum að gera, einn daginn er sagt þetta og svo hinn daginn er sagt akkurat öfugt ! :/
Enn í gær fékk ég aðra langa ræðu yfir mig og dagurinn í dag byrjaði með því að ég og Ilaria fengum aðra ræðu yfir okkur! Ekkert sérlega skemmtilegt að byrja daginn á þennan hátt en það var nú ekki mikið sem við gátum gert í því...

Ég gæti skrifað heila ritgerð bara um það sem host foreldrar okkar hafa verið að seigja við okkur þessa viku, en ég er bara ekki alveg að nenna því og það er kanski ekki alveg við hæfi að skrifa það á netið.

Allavega þannig þessi vika hefur eiginlega bara verið hræðileg fyrir utan thinks giving sem var mjög skemmtileg, fjölskylda Aprils og Jose komu og svo vorum við bara að borða allan daginn og spjalla :)

Og já bara svona til að bæta fleirri leiðindar fréttum við þá eru þau að flytja til Californiu í enda janúar þannig ég er að fara fara að skipta um fjölskyldu AFTUR !! en það verður ekki fyrr en eftir jól.


En svona til að enda bloggið á skemmtilegan hátt  þá ætla ég að spurja Jose hvort hann gæti skutlað mér og Ilariu í "old town Fredericksburg" á morgun, sem er eiginlega miðbærinn í Fredericksburg, þá getum við bara labbað um og skoðað :)

En klukkan er svolitið margt þannig ég ætla að fara sofa, vonandi verður næsta vika allavega skárri :)
Góða nótt :D:*

1 comment:

  1. Elskulega frænka... ég styð þig all the end en vil líka setja mig í stöðu þeirra hjóna að þau.. jú gera líklegast of háar væntingar í þinn garð sem er mjög leiðinlegt en auðvitað væri bara best að fá það niður á blað hvaða óskir ÞÚ hefur og svo hverjar eru óskir þeirra, svo allir séu að fá eitthvað útúr þessu :) Það skiptir líka máli elsku frænka að reyna eftir bestu getu að upplifa þeirra líferni og hefðir svo þú fáir að upplifa þennan nýja heim sem þú ert að upplifa sem er auðvitað svo mikil lífsreynsla og gott veganesti í lífið. Þú ert örugglega bundin einhverjum skyldum á heimilinu og hlúðu að þeim og sjáðu hvað gerist... og eitt mikilvægt... be only you self all the way ;)

    RISA knús á þig duglega frænka :*
    Kv. Laufey "stóra" frænka.

    ReplyDelete