Saturday, February 4, 2012

Þá er árið hálfnað !!!

Ég er alltof löt við að skrifa blogg þessa dagana...verð að fara að skrifa oftar !! :S

Ég er núna loksins komin með mitt eigið kort í ræktina þannig núna er ég farin að fara oftar, ég og Sammie erum að reina að komast í gott form og fá smá lit áður en við förum til Flórida í Apríl :D
En á miðvikudeignum fórum við Sammie í "young live" sem er einhverskonar kristinn hittingur...unglingar sem hittast og lesa og tala um biblíuna og þau eru flest öll alveg hrikalega trúuð. Og já það er alveg gaman því krakkarnir eru rosalega skemmtilegir og ég fer bara með Sammie til að hitta krakkana og hlusta á það sem þau eru að tala um, sem bara allt saman sem teingist lífinu og að vera góð manneskja. Það er áhugavert að hlusta á samræðurnar þeirra. En svo eru þau að fara stofna klúbb sem verður öðruvísi þá verða þau ekki að lesa upp úr biblíunni eða tala svona mikið um hana, heldur spila leiki, syngja lög og einhvað fleirra :P
Á fimmtudeiginum fór ég og Sammie í Target og einhvert fleirra til að kaupa allskonar dót fyrir afmælið hennar Daynu sem er besta vinkona Sammie. Því hérna þá gefa krakkarnir vinum sínum sem eiga afmæli helling af blöðrum, kökur og helling af einhverju dóti í skólanum. Svo eru flestar stelpurnar alltaf með kóronu. Svo við juniors og seniors þá skreyta þau bílana þeirra með allskonar dóti. Þannig ég og Sammie fórum og keyptum helling af blöðrum til að sitja inn í bílinn hennar, keyptum svona gula stiki notes sem við ætlum að lima á allan bílinn, bíla tússpenna til að skrifa á rúðurnar, svo keyptum við bleikan afmælis hatt í stað fyrir kóronu, ætlum að sitja svona glært plast sem maður notar til að sitja yfir mat eða pakka samlokur inn í, utan um allan bílinn og svo erum við að búa til risa afmælis kort úr plaggadi :D Og við munum gera þetta  í skólanum við ætlum að gera þetta í ljósmynda tímanum okkar, þar sem við gerum hvort sem er ekki neitt nema labba um skólanum og "tökum myndir", þetta verður geðveikt :D.
En í gær var pepp rally sem var rosalega gaman og ég tók helling af myndum sem ég er að sitja inn á facebook akkurat núna ! :D þannig þið getið farið og skoðað þær ;)
og já í dag var AFS hittingur því í dag er árið hálfnað hjá mér!! Við vorum bara að gera þetta venjulega sem við gerum á þessum fundum, fáum hefti þar sem við þurfum að svara spurningum um hvað er það áhugaverðasta sem við höfum gert á árinu hvað við höfum lært og allt einhvað þannig :) Sem var frekar þreytandi því það tók allan daginn, en það var samt gaman því maður fékk að hitta alla hina skiptinemana sem er alltaf gaman :D
En vá hvað ég trúi ekki að árið mitt sé hálfnað í dag !! þetta er allt of fljótt að líða, svo eru allir að seigja að seinni helminguinn sé enþá fljótari að lýða, áður en ég veit af verður árið búið og ég verð á leiðinni heim sem er ekki gaman en samt á sama tíma gaman :/ Allavega ég þarf að fara að dýrfa í að gera allt saman sem mig langar að gera áður en ég fer heim, fara til New York, LA, Las Vegas, tónleika með Rihönnu eða einhverjum, hitta Obama, date með Chace Crawford, hádeigismat með Kim Kardashian, leika í bíó mynd, fara á "the read carpet" og margt fleirra!! ÚFF ég á eftir að gera mikið, verð allt of upptekin næstu 6 mánuði !;D
En ég hef ekki meira að seigja í bili og ég verð greinileg að fara að búa til einhverskonar plan ef ég ætla að klára allan listan minn og fara svo að drífa í að byrja á honum, en ég  ætla að byrja á því að horfa á Footloose og fara svo að sofa :D Góða nótt :*

No comments:

Post a Comment