Tuesday, January 3, 2012

JÓL, ÁRAMÓT OG NÝ FJÖLSKYLDA !

Jólin hjá mér voru bara mjög fín SKRÍTIN en fín, er allavega bara ánægð að mér fannst ekki eins og ég hafði misst af þeim öllum :) En á Aðfangadag (24) var ég að baka allan daginn smá kökur ætlaði að baka hálfmána en komst ekki lengra með það en að búa til deigið því ég var svo lengi að búa til piparkökurnar, þetta var svo stór uppskrift að ég var endalaust að skera þetta út og allt það. Sérstaklega að skreita þær, enda skreitti ég líka bara einhverjar 15 kökur vel og svo nokkrar í viðbót sem höfðu bara krem á, var komið með ógeð að gera þessar piparkökur. Svo fór ég og skipti um föt og fór í pínu fín föt píls og einvhern fínan bol, var þó í inniskónum mínum :D Svo borðuðm við einhvernveigin súpu sem minnti mig geðveikt mikið á kjöt súpu, þetta var mjög líkt henni, franskar og brauð. Þetta var skrítnasti Aðfangadags matur sem ég hef fengið og öruglega mun fá. Fórum svo inn í stofu og skiptumst á að lesa "The night before Christmas" sem ég hef aldrei heirt áður og hún var mjög krúttleg saga. Svo fór ég, Corie og Ilaria að horfa á Harry Potter fyrstsu myndina því Corie fékk þær allan í jólagjöf og við ætluðum að horfa á þær allar en létum svo bara 2 duga, vorum allar svo þreyttar.


25 Desember !
Ég stillti vekjara klukkuna mína klukkan 6 þar sem Maya var búin að seigja að hún ætlaði að vakna þá og ég vildi alls ekki vakna við hana koma öskrandi inn í herbergið mitt...því þá myndi ég öruglega ekki vera í góðu skapi eftir það ! En svo endaði ég á því að liggja upp í rúmmi og ekki geta sofnað aftur til 7 sem ég var frekar pirruð yfir !! En svo þegar allir voru vaknaðir fórum við niður og sátumst við stofuborðið og Maya og Corie komu með pakka handa öllum og það var bara einn í einu að opna pakka og við fórum eftir yngsta til elsta, þannig það tók alveg svolítin tíma. Eftir að við opuðum pakkana fórum við og klæddum okkur og ég og Ilaria fórum í frekar fín föt á meðan allir aðrir voru bara í venjulegum fötum og Maya og Corie fóru meira að seigja í náttfötonum sínum og inniskóm. Ég fór reindar líka í inniskóm við kjólinn minn því Maya suðaði í mér að fara í þeim, hún sagði að það væri Amerísk hefð, en hún sagði það bara til að fá mig til að fara í þeim :D Svo eftir kirkju sem ég átti frekar erfitt með að halda mér vakandi í því ég vaknaði svo snemma, keyrðum við til Maryland til foreldra Aprils og opnuðum fleirri pakka. Það tók langan tíma!!! Staðin fyrir að fá svona sokk á arinn fengum við stóran gjafapoka fullan af alskonar skrítnu og flottu dóti. Við vorum til 5-6 að opna tókum svo pásu og fórum að borða, sem var kjúklingur og fullt af meðlæti en það var frekar skrítið að hafa enga sósu með honum :P Svo eftir matin héldu þau áfram að opna pakkana því þau fengu öll svo marga pakka ! Svo var klukkan orðin einhvað um átta hálf níu þegar við fórum heim. Horfðum á Harry Potter og fór svo að sofa


Svo yfir frýið vorum við bara að horfa á Harry Potter og ég horfa á Keeping up with the Kardashians og einhveitta fleirri þætti og svo auðvitað sofa inn á meðan ég gat :D
Fór svo á skauta LOKSINS er búin að vera á leíðinni veit ekki hvað lengi og það var ekki smá gaman !! hefði samt alveg getað verið lengur en þessa stuttu tvo tíma :)


Á föstudeiginum 30 Des biðum við hálfan daginn eftir Fedex til að koma með lyklana hennar Aprils af nýju íbúðinni þeirra í Californiu og svo lögðum við af stað um 3 leitið í sumar húsið þeirra í Delawere á Bethany Beach held ég. Það var bara ég, Ilaria, April og Cookie (fuglin) sem fórum þá því Jose og stelpurnar fóru kvöldið áður með hundana. Aksturinn átti að taka um 4 tíma en það tók okkur 6 tíma því það var stórt slis á veiginum og svo var annað slis á öðrum vegi sem við tókum. Fengum okkur að borða því við vorum allar deigja úr hungri, svo horfði ég bara á mynd á nokkra þætti og fór svo að sofa því ég var svo þreytt.


Á laugardeignum vaknaði ég um 10 leitð og fórum svo fengum okkur hádeigismat um 1 sem endaði svo bara á því að fá okkur forretti því það var svo löng bið að fá almennilegt borð. Fórum svo að rölta og versla í þessum kruttlega litla bæ, og við fórum inn í hippa búð sem var þvílikt krúttleg og fyndin en jám skulum bara seigja að mér líkaði ekkert sérlega við fötin en öllum örðum sem ég var með fannst þeim geðveik !:] Fórum svo inn í dýrabúð og vá hvað ég hugsagði mikið til Brynhildar þegar ég sá fullt af töskum undir Chiwawa og bara litla hunda, sé svo mikið eftir því að hafa ekki keypt handa henni tösku enda er ég búin að lofa henni að ég muni gera það næst þegar ég finn þannig ;D Þetta var líka eins og svona bakarí fyrir hunda, þau höfðu "kleinihringi", "kökur, "súkkulaði bita" og fullt af einhverju fleirra en þetta var hunda nammi ! Og vá hvað það eru margir hundar þarna, það er ekkert nema hundar og hjól, liggur við að það var það eina sem ég sá þarna. En flest allir veitingarstaðirnir og búðir leifa fólki að taka hundana inn, því það eiga ALLIR hunda þarna ! Fórum svo á ströndina sem er bara á endanaum á aðal götuni, þetta er eignlega bara ein göngu gata með öllum búðonum og öllu og svo hús í kring...eða allavega var það eina sem ég sá :) En þetta var ekki smá fallegur og krúttlegur strandar bær og vá hvað ég væri til í að fara þangað yfir sumarið...þá er allt fullt af fólki og það er Tivoli þarna á ströndini, þetta var bara alveg eins og í bíó myndonum hehe :) Fórum svo heim og ég talaði við alla ættingjana mína á skype í smá stund, og ég hringdi greinilega akkurat yfir Áramótaskaupinu en þau töluðu frekar við en að horfa á það og mér leið eins og ég væri mjög mikilvæg hehe :D Fórum svo í sund í tvo tíma eða einhvað, fórum svo og ég talaði við ættingjana mína í eittthverja 2 tíma í viðbót, allvega í mjög langan tíma :D Klukkan var svo orðin einhvað um hálf tíu þegar við fegnum okkur að borða, og við borðuðum bara fullt af fingra mati, það sem þú getur borðað með fingronum eins og franskar, kjúklinga naggar, ost og kex og fullt af einhverju fleirra. Frekar mikið öðruvísi kvöldmatur á Áramótonum en það var allt í lagi :) Fórum svo að spila spil sem Maya fékk í jólagjöf, horfðum svo á Áramótadags skránna í New York Justin Bieber, Lady Gaga og fullt af fleirrum söngvörum koma fram og svo auðvitað niðurtalninguna og allt það. Svo opnuðu Jose og April kampavín sem ég fékk einn sopa af og svo fóru þau að sofa. Ég og Ilaria fórum þá inn í mitt herbergi og horfðum á mynd í tölvuni minni, Ilaria fór svo að sofa ég var ekki að fara að sofa 2 leitið á áramótonum þannig ég horfði á einhverja þætti og fór svo að sofa :S:P
FREKAR SKRÍTIN ÁRAMÓT !....EN þau koma aftur á næsta ári :D Svo á sunnudeiginum tókum við þátt í "Eskimo sundi" fórum að synda í sjónum fyrir góðgerðastarf sem var mjög gaman ! Var samt frekar skrítð að vera á stöndini með sól og ekkert það kalt og fara synda í sjónum í bikiníum í Janúar, það er einhvað sem þú myndir aldrei fara að gera heima á Íslandi, nema þú værir einvhað klikkaður. Svo fórum út að borða aftur í sund og um kvöldið hörfðum við ég, Ilaria og Corie saman á sjónvarpið og svo héldum við lítið sleepover í herberginu mínu þar sem það voru 2 köjur og eitt tvíbreitt rúm. 


Næsta dag vöknuðum við ég, Ilaria og April um 8 og lögðum af stað heim, vorum komin heim um 1 og þá byrjum við að pakka niður því ég og Ilaria vorum að fara til nýju fjölskyldunnar okkar um kvöldið.
Þannig ég kom hingað til nýju host fjölskyldunnar minnar í gærkvöldi og það er bara mjög fínt...er bara frekar feigin að ég sé komin hingað, ekkert meira að spá í hjá hverjum ég verð, er komin með fjölskyldu sem ég verð VONANDI  hjá þessa næstu 7 mánuði ! Ef ekki þá ándjóks veit ég ekki hvort ég get tekið meir....er komið með nóg af því að vera færð aftur og aftur milli fjölskyldna!!
En allavega ég hef það bara mjög gott hérna og ég er alveg að sofa er orðin svo þreytt þannig ég er farin að sofa set inn myndir á facebook vonandi fljótlega :P:D
Góða nótt og gleðilegt nýtt ár allir saman !! ;D:*


GuðrúnKristín.


No comments:

Post a Comment